Velkomin í Borgarnes Bed & Breakfast

Borgarnes BB er vel staðsett gistiheimili í Gamla kaupfélagsstjórahúsinu við Englendingavík í gamla miðbænum í Borgarnesi.

Við bjóðum upp á átta rúmgóð herbergi, þar af sjö tveggja manna og eitt fjögurra manna fjölskylduherbergi, með uppábúnum rúmum og aðgangi að þráðlausu neti. Borgarnes BB er góður kostur fyrir þá sem vilja dvelja í rólegu umhverfi með möguleika á að fá sér góðan kvöldverð á veitingahúsi, fara á kaffihús eða skoða söfn og sýningar, allt í aðeins nokkurra mínútna göngufæri.

Hægt er að leigja allt húsið. Vinsælt er hjá hópum að fá tilboð í gistingu og mat að hætti hússins yfir eina eða fleiri nætur.